Varúð - Hér býr jötunn
72 „Marius! Ég er að sökkva!“ hrópar Marta skelkuð. Mig verkjar í axlirnar undan Þór sem grefur fingurna í hárið á mér. Marta grípur í hvassan stein og hífir sig ofar. Ég reyni að ná taki á steinunum í sprungunni en þeir eru of sleipir. Leirinn er svo slímugur og þykkur. Bara ef við gætum bleytt aðeins meira upp í honum. Þynnt hann einhvern veginn út … Svo er eins og það kvikni á ljósaperu. Ég fæ hugmynd … hún er þarna en hún er svo óskýr. „Marta … “ segi ég og fikra mig nær. „Hvað getum við gert?“ spyr hún með óttaglampa í augunum. „Við þurfum vatn og mikið af því!“ segi ég og reyni að skilja hvað heilinn er að segja mér. „Hvar fáum við vatn?“ hrópar Marta hvöss. Hún horfir á mig með ásakandi svip í augunum. Það vill sko enginn lenda í Mörtu þegar hún er reið. Hún getur verið svakalega reið, alveg eins og Þór. Loksins skil ég hugmyndina sem ég fékk! Ég sé skýrt og greinilega hvað þarf að gerast.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=