Varúð - Hér býr jötunn
68 „Góði, vertu ekki svona dramatískur,“ svarar jötunynjan pirruð. Hellirinn er nú á floti og enn vex straumurinn. Með því að vaða pissið upp að hnjám komumst við Marta loks út úr hellinum. Stæk lyktin eltir okkur út að göngunum. Ég skelli Þór á bakið svo ég geti haldið fyrir nefið. Marta heldur Hvæsa upp að andlitinu og kattarfeldurinn myndar eins konar grímu fyrir vitum hennar. Fyrir aftan okkur heyrum við vælið í Mökka. Þolinmæði Greipu virðist alveg á þrotum. „Greipa! Hlandið bleytir Mökka! Ég hverfa! Fóturinn minn flýtur burt … og tærnar mínar molna!“ grætur þursinn. „Drífðu þig, Marius!“ hrópar Marta og öslar hraðar. Þá tek ég eftir því að yfirborð vökvans rís hratt og er gruggugra en áður. Fljótandi leirklessur fylla göngin. Volgt hlandið nær okkur upp að bringu! Þegar Hvæsi blotnar byrjar hann að mjálma og læsir klónum í hendur Mörtu. Straumurinn eykst og það verður erfiðara að halda fótunum á jörðinni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=