Varúð - Hér býr jötunn
66 „Þú þarna, litla padda! Þú dirfist að koma hingað, í Jötunheima! Og dulbúinn sem smábarn í þokkabót! Eftir allt sem þú hefur gert mér og mínum … Ég skal sko sýna þér í tvo heimana!“ urrar Greipa. Þá gerist það sem gerist alltaf þegar Þór er skammaður. Hann byrjar að öskra. Hann gargar svo hátt að ljósormarnir skjálfa og hrynja af veggjunum. Fljótlega er gólfið þakið rauðum iðandi ormum. Greipa starir stjörf á Þór. Hún hefur greinilega aldrei séð organdi barn áður. Mökka er svo brugðið að hann ýlfrar, eins og særður hundur. Hann reynir að halda fyrir eyrun til að að hlífa sér við öskrunum en hefur bara aðra höndina lausa. „Æ, æ, æ! Grei … Greipa,“ kjökrar þursinn og munnurinn umbreytist í skeifu. „Mökki hræddur … Þór þrumuguð vera skelfilegur!“ „Ósköp ertu með lítið hjarta, Mökki minn,“ segir Greipa og dæsir. „En það er okkur jötnunum að kenna. Við bjuggum þig til. Þú verður víst seint hugrakkur með hjarta úr hræddum hesti.“ Nú orgar Þór enn hærra og Mökki hrekkur í kút. „Greipa … “ hvíslar Mökki lágt. „Smá slys … “
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=