Varúð - Hér býr jötunn

64 ER ÉG ÞRUMUGUÐ? Bankið heldur áfram. Takturinn er alltaf eins. Þrjú löng, tvö stutt, þrjú löng. Mökki rymur og Greipa gerir sitt besta til að hafa stjórn á honum. „Skottið!“ hrópar Marta skyndilega. „Ha? Sérðu rófuna á Hvæsa?“ spyr ég vongóður. „Nei, ohhh! Marius! Hljóðið kemur úr skottinu … á bílnum!“ Í nokkrum skrefum fer Marta úr aftursætinu og upp á bílþakið. Hún ryður nokkrum reiðhjólum ofan af beygluðum bílnum. Svo hoppar hún aftur fyrir bílinn og opnar skottið upp á gátt. Hvæsi stekkur mjálm- andi beint í fangið á Mörtu. Á eftir honum fylgir Þór. Elsku litli bróðir minn, með hálfan snúð í munninum og hendurnar bundnar með snæri. Ég gríp Þór í fangið, losa snærið og faðma hann að mér. „MINN MATUR!“ öskrar Mökki reiður. Við hrökklumst aftur á bak. Ég rígheld í Þór og Marta er með gott tak á Hvæsa. Við ætlum ekki að týna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=