Varúð - Hér býr jötunn

63 Höfuð Mökka brýst út úr hellisveggnum. Á eftir höfðinu fylgir þykkur háls og breiðar herðar. Svo kemur búkurinn, undarlegur í laginu. Hann er þakinn grjóti, drasli og ljósormum. Önnur öxlin vísar upp í hellisþakið. Þegar Mökki hreyfir sig hrynja steinar og mold úr loftinu. Ég horfi skelkaður upp í loft. Innan um grjótið glittir í trjárætur. Þetta gæti verið öspin á göngustígnum! Ræturnar hringa sig niður eftir handlegg Mökka. Getur verið að tréð sé handleggurinn hans? Mig hryllir við tilhugsuninni. Ég sé Mökka fyrir mér, fastan í hellinum, með laufi vaxinn handlegg upp úr jörðinni. Kannski hefur hann notað tréhandlegginn til að sækja allt þetta dót og drasl. Hann hefur hirt jólatré í janúar, tekið beyglaðan bíl af götunni og safnað saman týndum reiðhjólum … Þessu hefur hann komið fyrir ofan í jörðinni án þess að nokkur yrði þess var. En hvað með okkur? Verðum við líka hér … að eilífu … föst í þessari ruslahrúgu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=