Varúð - Hér býr jötunn

62 RÆTUR OG LAUF Frá innsta horninu heyri ég dauft bank. Við lítum öll til hliðar, í átt að bílhræinu. Kannski var þessi bíll einhvern tíma hvítur en nú er hann þakinn rauðum taumum af ryði. Bankið heldur áfram. Ég sperri eyrun og legg við hlustir. Þrjú stutt – tvö löng – þrjú stutt. Þetta er bankið! Leynibankið okkar Þórs! Án þess að hika stekk ég að bílnum. Marta fylgir á eftir. Við rýnum inn um sótuga glugga en sjáum ekkert. „ÉG Á ÞETTA,“ öskrar andlitið. „Minn matur!“ Greipa reynir að róa Mökka. Hún sussar blíðlega á hann og klappar honum á kinnina. Það dugar þó ekki til því þursinn er orðinn reiður. Nú hristist hellirinn eins og stór jarðskjálfti ríði yfir. Marta hefur náð að opna eina bílhurðina. Hún prílar inn í bílinn og kallar á Þór og Hvæsa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=