Varúð - Hér býr jötunn

60 „Ég er ekki viss um að þetta sé tröll … “ svara ég en veit að þetta er hvorki stund né staður til að þræta við Mörtu. Greipa heldur áfram að klappa ófreskjunni sem er farin að mala svo hellirinn titrar. „Heyrðu, Mökki. Hefurðu nokkuð séð kisulóru hér niðri?“ spyr Greipa mjúkmál. Hingað til hefur Greipa verið mjög ákveðin og hvöss. Nú er hún hins vegar mild og blíð. Hún fer varlega að stóru andlitinu, strýkur því og sussar. Hún vill greinilega alls ekki að hann reiðist, hugsa ég og held niðri í mér andanum. „Mmmmuuuuuujááá … kiiiiisaaaaa og liddla baddn … nammi namm,“ heyrist frá ófreskjunni. Marta grípur í höndina á mér. Við þorum ekkert að segja. Ég vona bara að Mökki hafi ekki étið kisuna og litla barnið, Hvæsa og Þór, bróður minn. Augu mín fyllast af tárum. Ég kyngi en kökkurinn í hálsinum neitar að víkja. „Sástu kisu?“ spyr Greipa blíðlega.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=