Varúð - Hér býr jötunn

58 Bak við ruslahrúgur eru grófir veggir hellsins. Ein hliðin er töluvert ólík hinum. Steinarnir virðast ekki jafn hvassir, heldur ávalir, næstummjúkir. Ég sé tvær kúptar bugður fyrir miðju veggjarins. Þær eru umluktar línum semminna helst á hrukkur gamals manns. Allt í einu er eins og línurnar á veggnum hreyfist. Þær dragast frá miðjunni, krumpast og sléttast til skiptis. Dökkar rákir togast í sundur, undir þeim koma í ljós tvö stór augu! Veggurinn er þá ekki veggur, heldur ANDLIT! Það mótar fyrir flötu nefi nálægt gólfinu og það sem ég hélt að væru steinar reynast vera tennur. Greipa gengur upp að andlitinu og leggur hönd á kinn ófreskjunnar. „Góðan dag Mökkurkálfi …, “ segir hún og hrukkurnar ganga í bylgjum. „Mmmuahhhrrrgggg,“ heyrist í andlitinu og munnurinn opnast hægt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=