Varúð - Hér býr jötunn

57 „Hvað er leirþurs?“ spyr Marta, frökk að vanda. „Bjáni ertu,“ svarar Greipa. „Það segir sig sjálft. Leirþurs er þurs, búinn til úr leir. Þarf ég að stafa þetta ofan í ykkur?“ „Leirþurs. Frábært. Þá veit ég það,“ svarar Marta snúðug. „Það er alltaf gott að vita hvað ber að varast,“ segi ég og reyni að milda óþægilegt andrúmsloftið. „Leirþursinn Mökki var skapaður af jötnum,“ útskýrir Greipa. „Hann er rúmir hundrað metrar af kröftum og afli, mótaður úr mörgum tonnum af leir. Eina hjartað sem dugði til að lífga hann við var hjarta úr meri. Mökki er svo stór og sterkur að hann gæti kramið ykkur með litla fingri.“ „Einmitt. Við læðumst þá bara,“ segir Marta og ranghvolfir augunum. Hér er grjótið enn hvassara en frammi á gangi. Það virðist blóðrautt í birtu ógeðslegra ormanna. Mér gengi betur að leita ef ég myndi gera eins og Marta. Hún lýsir í kringum sig með steininum sínum, þöktum lýsandi ormum. Ég get bara ekki hugsað mér að koma nálægt þeim.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=