Varúð - Hér býr jötunn
56 VIÐ LÆÐUMST ÞÁ BARA Smám saman breikka göngin og við nemum staðar. Greipa hefur borið okkur að öðrum enn stærri helli. Hellirinn er ekki ólíkur helli Greipu en allt er þrefalt stærra. Þarna er stærra rúm og stærra nátt- borð. Risastórir kistlar og kassar liggja á víð og dreif. Gömul grenitré liggja í stórum hrúgum. Í einu horn- inu er ryðgað bílhræ undir nokkrum reiðhjólum. Hjólin eru beygluð og flækt saman. Hellirinn minnir á ruslahaug, fullan af dóti og drasli. Sá sem býr hér fer greinilega upp á yfirborðið og tekur hluti úr mannheimum. Greipa leggur okkur frá sér. Það brakar í liðunum þegar ég teygi úr mér. Hálsrígurinn er ansi sár en ég er með hugann við annað. Hér, í þessum stóra helli, eru ótal felustaðir. Þór og Hvæsi gætu verið undir trjám eða inni í kössum. Möguleikarnir eru nær óteljandi og ég veit ekkert hvar ég á að byrja að leita. Ég gægist inn í einn pappakassann. „Gangið hljóðlega um. Ég vil ekki vekja leirþursinn,“ hvíslar Greipa.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=