Varúð - Hér býr jötunn
54 „Hún heitir Greipa,“ segi ég hikandi. „Hún heldur að litli bróðir minn sé þrumuguðinn Þór. Hún vill finna hann til að … drepa hann, held ég.“ Drepa hann. Orðin eru eins og slím í munninum á mér. Þau festast við kjálkann á leiðinni út úr munn- inum. Ég stífna og finn að óttinn spýtist út í hverja einustu taug líkamans. Öll bein, taugar, æðar og vöðvar eru skíthrædd. Marta virðist þó frekar hissa heldur en skelkuð. Hún hlær lágt. „Vá hvað hún er klikkuð. Litli bróðir þinn er enginn guð!“ „Nei, en hún heldur það. Við erum öll í stórhættu!“ „Þetta er bara einhver klikkuð tröllkerling. Um leið og hún finnur Þór og Hvæsa setur hún okkur niður. Þá hlaupum við bara í burtu. Þetta verður ekkert mál!“ „Ekkert mál? Hvað ef hún drepur okkur öll.“ „Iss, þetta reddast.“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=