Varúð - Hér býr jötunn
53 Jötunynjan lætur takmarkað plássið ekki stöðva sig. Hún treður sér inn þröng göngin með okkur Mörtu sitt undir hvorum handleggnum. Hér eru ljósormarnir enn stærri og ekki glóandi grænir heldur eldrauðir. Í hvert sinn sem Greipa rekur mig utan í klístraðan grjótvegginn límast ormarnir við mig. Ég kúgast og ákveð að best sé að loka bara augunum. Greipa er annars hugar á meðan hún arkar lengra. Hún byrjar að syngja, ef söng má kalla. Rödd Greipu er dimm og rám. Söngurinn hægur en taktfastur. Ég skil ekki orð í textanum en finnst eins og hljóðin komi djúpt úr maga hennar. Hún kyrjar sömu myrku laglínuna aftur og aftur. Kannski er þetta einhvers konar töfraþula. Greipa er svo upptekin við sönginn og leitina að hún tekur ekki eftir því þegar Marta hvíslar nafn mitt. „Marius … Marius, horfðu á mig,“ endurtekur hún svo ég opna augun. „Hvað?“ hvísla ég á móti. „Hvað er eiginlega í gangi? Hvert ætlar hún með okkur?“ spyr Marta.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=