Varúð - Hér býr jötunn
52 lyft henni upp. Nú heldur hún Mörtu undir hægri handlegg og mér undir þeim vinstri. Marta iðar og skipar henni að sleppa sér. Greipa kreistir hana fastar og Marta emjar af sársauka. „Jæja. Þá þurfum við bara að finna þrumuguðinn!“ muldrar Greipa og gengur áfram. Framundan glittir í dagsljós. Við nálgumst sprunguna og mér finnst sem loftið verði tærara. „BRUTUÐ ÞIÐ ÞAKIÐ MITT?“ hrópar Greipa æst. Ég ætla að biðjast afsökunar en Marta er fyrri til að svara. „Þetta var ekki okkur að kenna! Jörðin bara opnaðist!“ „Krakkaskammir! Þið fáið þetta borgað!“ Greipa herðir takið en beygir ekki í átt að sprungunni. Þess í stað tekur hún stefnuna í átt að litlum göngum. Þetta eru þrengri göngin. Þau sem ég ákvað að kanna ekki áðan. Mér fannst svo ólíklegt að nokkur myndi viljandi troða sér þessa leið. Þór gæti svo sem hafa elt Hvæsa í þessa átt þegar þeir höfðu farið inn og út úr helli Greipu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=