Varúð - hér býr jötunn

47 „Þór vill útrýma öllu mínu kyni. Ég á harma að hefna! HVAR ER HANN?“ Á meðan Greipa hristir mig dettur mér snjallræði í hug. Peysan er frekar stór. Með því að halda höndunum fyrir ofan höfuð næ ég að láta mig renna úr henni! Ég lendi á hraungólfinu. Þar stend ég á stuttermabol og skelf bæði af kulda og hræðslu. Ég gríp hvassan stein af jörðinni og held honum fyrir framan mig. Greipa hlær. „Heyrðu væni! Þótt þú sért hér í fylgd Þórs þrumuguðs ertu sjálfur bara aumur væskill.“ Þór þrumuguð? Heldur hún að litli bróðir minn sé af ásakyni? Eins og guðirnir í goðafræði!? Það þýðir að hún er ekki skrímsli … heldur jötunn!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=