Varúð - Hér býr jötunn

46 Svarið virðist fara öfugt ofan í Greipu. Hún teygir fram stóran hramminn og potar í mig með einum fingri. Það er þó ekkert eins og pot. Meira eins og að vera kýldur af öllu afli. Mig verkjar í bringuna. „MANNABARN! Hvað hef ég eiginlega sofið lengi?“ spyr Greipa og klórar sér á loðinni hökunni. „Afsakaðu, en ég hef því miður engin svör við því. Ég skal bara finna Þór og láta mig hverfa.“ „Sagðirðu ÞÓR!?“ öskrar Greipa. Slefið slettist um allt. Hún rífur ákveðin í hettuna á peysunni minni og togar mig að sér og upp af jörðinni. Ég dingla í lausu lofti og á erfitt með að ná andanum. „Hvar er Þór, sá fúli fjandi? Ég þarf að eiga við hann orð! Hann drap bæði systur mína og föður!“ Ég reyni að svara en hettan þrengir að hálsinum á mér. Röddin er hás og aum, líkt og raddböndin hafi lent í blandara. „Eghh … “ Ég geri tilraun til að ræskja mig. „Minn Þór er bara þriggja ára! Settu mig niður.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=