Varúð - Hér býr jötunn
45 Mig verkjar í eyrun. Ég bjóst við ýmsu en ekki að skrímslið gæti talað. „Segðu til nafns,“ heimtar skrímslið og ég reyni að finna röddina. „Eh … Ég heiti Marius.“ Nú myndi Marta líklega spyrja skrímslið að nafni. Hún er svo hugrökk. En Marta er ekki hér svo ég verð bara að láta vaða. „En þú … ? Hvað heitir þú?“ Ég skelf af hræðslu á meðan ég bíð eftir svari frá skrímslinu. Það grettir sig og kemur enn nær mér. „Hvernig dirfist þú að vekja sjálfa Greipu?“ Einmitt … hún heitir sem sagt Greipa. Ég reyni að láta mér detta eitthvað gott svar í hug. Svar sem verður ekki til þess að Greipa éti mig í einum munnbita. „Ó, afsakaðu. Ég er að leita að bróður mínum. Hann er sko … hann er bara þriggja ára, algjör óviti. Ég skal finna hann og koma mér burt héðan. Þá getur þú farið aftur að sofa.“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=