Varúð - Hér býr jötunn
43 það svört augun allt í kringum sig og tekur þung skref í áttina að mér. Ég loka augunum og hnipra mig saman. Vonandi er þetta ekki skrímsli, heldur bara dýr sem enginn hefur fundið áður. Ég gæti orðið heimsfrægur. Dýrið yrði nefnt eftir mér. Marius Monstrum, eða Marius Taurus, því skrímslið minnir dálítið á naut. Dýr hafa alltaf svona latnesk nöfn. Þungt fótatak truflar hugsanir mínar. Ég heyri skrímslið nálgast og hellisgólfið titrar í hverju skrefi. Allt í einu hitnar mér á höfðinu. Andardráttur verunnar er heitur og hræðilega illa lyktandi. Pabbi er mjög andfúll á morgnana en þessi lykt slær öllu við. Skrímslið hnussar og smjattar út í loftið. Þykkt slef drýpur úr kjaftinum og lendir í hárinu á mér. Það lekur niður eftir hálsinum og ég lít upp, beint í augu slefandi kynjaverunnar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=