Varúð - Hér býr jötunn
39 Hvað ef þeir eru í felum undir rúmteppinu? Það fyrsta sem Þór gerði heima hjá Mörtu var að stökkva upp í rúmið og koma sér fyrir undir teppi. Jafnvel þótt hann hefði aldrei komið heim til hennar áður! Ég lít í átt að risastóru rúminu. Það er úr grjóti og teppið svo gróft að það hlýtur að rispa mann og klóra. Þetta getur ekki verið þægilegur felustaður. Ég tek stefnuna rakleitt að rúminu. Ég kippi með báðum höndum í teppið. Það er svo þungt að ég þarf að beita öllu afli til að draga það niður á gólf. „Þór!“ kalla ég hátt upp fyrir mig. „Ég fann þig! Komdu niður!“ Fyrir ofan mig sé ég móta fyrir hreyfingu en … þetta fyrirbæri er allt of stórt til að vera Þór. Allt í einu réttir hrúgan úr sér. Ég stend sem límdur við gólfið og reyni að skilja það sem ég sé. Hvorki Þór né Hvæsi leyndust undir teppinu heldur einhvers konar … tröll? Skrímsli? Stórvaxin veran nuddar augun groddalega, líkt og hún sé að reyna að vakna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=