Varúð - Hér býr jötunn
34 ÞAÐ BÝR EINHVER HÉR Ég elti Mörtu hikandi. Þór hlýtur að vera hér einhvers staðar. En hvar? Fyrir ofan okkur glitrar á ótal kristalla. Birtan frá ljósormum endurkastast í kristöllunum. Hellirinn er baðaður blágrænu ljósi. Upp úr gólfinu standa skrítnir dropasteinar. Mér bregður í brún þegar ég rek augun í stall sem líkist risastóru rúmi. Ofan á því er teppi úr grófu og skítugu strigaefni. Við hlið rúmsins er gamall trjábolur semminnir á náttborð. Að mér læðist óþægilegur grunur. „Það … býr einhver hér,“ hvísla ég að Mörtu. „Vá, þetta er æði!“ segir hún og skoðar sig um. „Heldurðu að þetta sé svefnherbergið … og þarna eldhúsið?“ Marta virðist örsmá við hliðina á risavöxnum húsgögnum úr trjádrumbum og steinum. Hún prílar upp á einn drumbinn og grandskoðar hátt borð. Drumburinn er valtur og ég ætla að vara hana við en sleppi því. Það væri tímasóun að segja Mörtu að fara varlega. Hún myndi aldrei hlusta.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=