Varúð - Hér býr jötunn

32 ELTUM SLÓÐINA Marta tekur eitthvað lítið og ljóst upp úr jörðinni og heldur því fyrir framan nefið á mér. „Finnurðu lyktina?“ Ég fitja upp á nefið. Hún heldur á einhverju sem líkist brauði en lyktin er sætari. Ég loka augunum. Það fer ekki á milli mála. Hún hefur fundið mylsnu af súkkulaðisnúð! „Sko, Marius, heil snúðaslóð! Nú finnum við Þór!“ Marta dustar rauðbrúnt ryk af buxunum og horfir ákveðin inn göngin. Mig langar að trúa henni og gleyma áhyggjunum. Ég geri mitt besta til að hugsa jákvætt. Mylsnan mun leiða okkur að litla bróður mínum sem er eflaust með súkkulaði út á kinn, alsæll í spennandi feluleik. „Hér er annar moli!“ segir Marta og ég fylgi á eftir. Við fikrum okkur hægt eftir ójöfnu hrauninu. Einn af öðrum leiða snúðamolarnir okkur eftir göngunum. Smám saman þrengja veggirnir að okkur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=