Varúð - Hér býr jötunn
31 Marta stoppar og snýr sér að mér. „HA!? Gæti grjótið dottið niður?“ „Marta … kommon,“ segi ég og hlæ. „Göngin hafa staðið í örugglega fimm þúsund ár.“ „En … Þú sagðir að þau gætu hrunið!“ segir Marta og veifar höndunum til og frá. Nokkrir ljósormar detta af steininum. Ég bakka til að fá þá ekki á mig. Þeir iða á jörðinni, glóandi og klístraðir. „Ég var bara að grínast,“ segi ég afsakandi við Mörtu. „Ertu þá ALVEG viss um að við séum örugg hérna?“ „Já, já … eða nei. Ég er nokkuð viss um að göngin munu ekki falla saman. En hvort við erum örugg? Ég er ekki svo viss.“ Marta beygir sig niður og skefur ljósormana upp með steininum. Svo leggst hún skyndilega á hnén og pírir augun ofan í hraunið. „Ég sé slóð! Sjáðu!“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=