Varúð - Hér býr jötunn

30 „Fyrst kom hraun sem byrjaði að storkna. Svo kom nýtt og enn þá heitara hraun í gegn ... “ „Marius … Þarftu að halda fyrirlestur núna?“ grípur Marta fram í fyrir mér. „Nei, nei … en þetta er mjög áhugavert.“ „Þér finnst þetta áhugavert,“ segir Marta og gjóar til mín augunum. „Vissirðu að nýja hraunið frussast í gegnum það gamla. Þannig myndast göng, eða hellir, undir hrauninu sem var byrjað að storkna.“ Marta svarar engu og ranghvolfir bara augunum. Ég held áfram að tala. Það er betra að hugsa um hraun en að ímynda sér allt það hræðilega sem gæti hafa komið fyrir Þór. „Þess vegna er hraunþak yfir okkur og þessi svaka göng hér.“ „Einmitt,“ ansar Marta en ég efast um að hún sé að hlusta. „Svo gæti þakið bara hrunið yfir okkur … “ segi ég til að ná athygli Mörtu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=