Varúð - Hér býr jötunn
29 „Einmitt … “ svarar hún kaldhæðnislega. „Hver bað þig um að bjarga mér?“ Þetta er samtal sem ég nenni ekki að taka þátt í. Marta getur verið svo … pirrandi. „Ég var ekki einu sinni að reyna að finna þig. Bara Þór.“ „Nákvæmlega. Þór, litla bróður ÞINN. Það var hann sem kom okkur í þessi vandræði!“ „Reyndar var það kötturinn þinn sem slapp út … eins og alltaf þegar eitthvað hræðilegt gerist.“ „Það er óþarfi að kenna Hvæsa um allt,“ segir Marta og horfir á mig. „Þór hleypti honum út! Hann sullaði líka vatni út um allt og klíndi súkkulaði í rúmið mitt.“ Við fikrum okkur lengra inn göngin. Marta lýsir í kringum sig. Ég horfi niður fyrir mig á hraunklöpp og reyni að sjá fyrir mér eldgosið sem bjó þennan undarlega stað til. „Hugsaðu þér Marta. Hér rann logandi hraun fyrir mörg þúsund árum.“ „Mhm … “ samsinnir Marta án þess að líta á mig.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=