Varúð - Hér býr jötunn

26 „Ljósið er á hreyfingu. Þetta eru óteljandi litlir … skríðandi ormar,“ segi ég og hrylli mig. „Nauh! Glætan,“ segir Marta og kemur nær. Skyndilega klæjar mig alls staðar. Ég klóra mér hratt á höfðinu, hnakkanum og jafnvel inni í eyrunum. „Marta, ekki fara nálægt þeim,“ segi ég og toga hana frá veggnum. „En þeir eru snilld! Þeir eru eins og lifandi vasaljós. Það þarf ekki einu sinni rafhlöðu!“ Á meðan ég klóra mér dáist Marta að ljósormunum. Við gætum ekki verið ólíkari. Hún elskar allt sem er skrítið og hættulegt. Hana langar til dæmis í fallhlífarstökk þegar hún verður eldri. Það myndi ég aldrei gera! Ég er oftast rólegur en hún veður yfirleitt áfram, án þess að hugsa. Þau Þór eru reyndar ansi lík, þegar ég hugsa út í það. „Getum við haldið áfram að leita að bróður mínum?“ spyr ég argur. „Hei, sjáðu!“ segir Marta og snýr sér við.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=