Varúð - Hér býr jötunn

24 IÐANDI ORMAR „Marta,“ segi ég og get ekki falið vonbrigðin í röddinni. „Marius! Vá, hvað ég er fegin að sjá þig! En … hvar er Hvæsi?“ „Er þér alvara? Hugsarðu bara um þennan heimska kött? Hvað með Þór?“ spyr ég hneykslaður. „Já, þú meinar. Er hann líka hérna niðri?“ „Já … Marta, hann er bara þriggja ára. Það er svo dimmt. Hvað ef hann er meiddur?“ Ég finn augun fyllast af tárum. Marta tekur utan um mig og segir eitthvað en ég heyri ekki orð. Það eina sem ég heyri eru mínar eigin ærandi hugsanir. „Við verðum að finna hann,“ segi ég og sýg upp í nefið. „Já, já. Auðvitað finnum við hann, og Hvæsa líka,“ segir Marta ákveðin. „Þetta getur ekki verið svo stórt svæði!“ Sprungan er líklega ekki nema 20 metra löng, en hver veit hvert þessi hliðargöng leiða. Vatn dropar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=