Varúð - Hér býr jötunn
23 Þór og Hvæsi hafi farið þessa leið. Leiðin til hægri virðist töluvert breiðari. Ég stíg varlega inn í hvíta gufuna og veifa henni frá mér með höndunum. Það kæmi mér ekki á óvart ef Þór væri bara að fela sig. Hann gerir það í hvert sinn sem við förum í búð eða á bæjarhátíðir. Þá nýtir hann hvert tækifæri til að stríða mér og foreldrum okkar. Hann felur sig í fatarekkum, undir runnum eða bak við tré. Í fyrra klifraði hann meira að segja upp í barnavagn í miðri skrúðgöngu. Við leituðum dauðhrædd að honum og það var ekki fyrr en að barnsgrátur heyrðist úr einum vagninum að Þór fannst þar, alsæll. Eigandi vagnsins var ekki jafn sáttur enda hafði Þór rifið af honum snuðið og stungið því upp í sig. „Þór,“ kalla ég. „Engan feluleik núna … Segðu mér hvar þú ert!“ Þá heyri ég þrusk innan úr myrkrinu. Ég anda léttar, feginn að hafa loks fundið Þór. Ég ætla að stökkva fram og grípa hann í fangið en mér bregður. Manneskjan fyrir framan mig er ekki Þór …
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=