Varúð - Hér býr jötunn

21 HVAR ER ÞÓR? Gjáin er djúp og fremur þröng. Ég fikra mig áfram eftir grófum jarðvegi. Hendurnar styðjast við ís- kalda steinveggina. Vonandi er Þór ekki hræddur. Þessi litli orkumikli drengur er reyndar aldrei hræddur. Hann hefur í raun aðeins tvær stillingar. Þór er alltaf annaðhvort mjög glaður eða rosalega reiður. Tilfinningar Þórs fara aldrei fram hjá fólki. Þegar hann gleðst er eins og sólin skíni og auðvelt að hrífast með. Fólk hlær og klappar þegar Þór dansar og syngur. En þegar hann reiðist líður mér eins og svört ský hylji sólina. Öskrin minna á háværar þrumur og það er næstum eins og augun skjóti eldingum. Amma kallar hann oft Þór þrumuguð. Allir eru sammála um að nafnið fari honum vel. Afi segir hins vegar að Þór verði að læra að stilla skap sitt. Það sé ekki sanngjarnt fyrir aðra í fjölskyldunni að búa við þessi köst hans. Ég skil vel hvað afi meinar. Stundum væri ágætt ef Þór

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=