Varúð - Hér býr jötunn
19 sjáanleg segir mér að hún sé djúpt niðri í jörðinni. Mjög djúpt og örugglega steinrotuð! Allt í einu finn ég eitthvað strjúkast við fótlegginn á mér. Hvæsi mjálmar og fikrar sig í átt að sprungunni! „Kisi!“ segir Þór glaður. Næstu sekúndur líða svo hratt að ég næ varla að blikka! Hvæsi fetar sig eftir brotnu malbikinu og hnusar af gufunni. Gul kattaraugun líta örsnöggt á mig. Svo hvæsir hann hátt og tekur dýfu niður í djúpa sprunguna. „Ég líka! Eins og kisi!“ hrópar Þór og slítur sig frá mér. Þór hoppar á eftir Hvæsa ofan í gufufyllta sprunguna. Ég næ ekki einu sinni að hugsa mig um heldur fer rakleiðis á eftir litla bróður mínum. Ég þori þó ekki að hoppa heldur fikra mig varlega, stein fyrir stein. Gufan er ísköld og rakinn læsir sig í fötin mín. „Þór, hvar ertu?“ kalla ég og held áfram að feta mig ofan í dýpið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=