Varúð - Hér býr jötunn

Kæri nemandi! HVAÐAN KOM SAGAN? Varúðar-bækurnar segja frá ævintýrum Mörtu og Mariusar og nú bætist Þór í hópinn. Með því að láta litla bróður Mariusar heita Þór, eins og þrumu- guðinn, fór hugmyndaboltinn að rúlla. Norræn goðafræði er nefnilega stútfull af spennandi persónum og hugmyndum. Hver sem vill getur nýtt þær í sínar eigin sögur. Norræn goðafræði segir frá goðum og vættum ásatrúar. Eins og í öllum góðum sögum þurfa hetjurnar að hafa óvini til að berjast við. Til eru sögur um blóðuga bardaga milli goða og jötna. Þeir berjast þó ekki bara því stundum verða goð og jötnar ástfangin og eignast afkvæmi. Þór er til dæmis 75% jötunn, af því að amma hans var jötunynja. Samband goða og jötna er því flókið og efni í margar spennandi sögur. Í Eddukvæðummá finna söguna um hinn upprunalega Mökkurkálfa! Þar er sagt frá risastórum leirþurs sem pissar á sig af hræðslu. Það fannst mér bráð- fyndið og efni í heila bók! Svo er til sagan um systurnar Greip og Gjálp sem berjast ásamt pabba sínum við Þór. Þrumuguðinn sigrar í þeirri baráttu og Greip deyr … en ég hugsaði með mér: „Hvað ef hún deyr ekki!?“ Töfraspurningin „HVAÐ EF?“ getur nefnilega hjálpað til við að búa til alveg nýjar sögur! ÞURS Á ÞRIÐJUDEGI … Í norrænni goðafræði eru óskýrar línur á milli „góðu“ og „vondu kallanna“. Það eiga jú allir sínar góðu og slæmu hliðar. Goðin eru stundum eigingjörn og grimm og jötnar geta komið goðum til bjargar og framið hetjudáðir. Jötnar vernda nátt- úruna með kjafti og klóm. Þeir eru stórir, óhugnalegir og jafnvel dálítið ljótir. Sonur minn segir reyndar að enginn sé ljótur, þeir hafi bara „sinn stíl“. Guðir og jötnar geta bæði verið góðir og vondir, sjálfselskir og hjálpsamir, brosmildir eða brjálaðir í skapinu. Allt blandast í einn hrærigraut, bæði í goðafræði og raunheimum. Ég held að inni í okkur öllum rúmist goð og gyðjur, jötnar, þursar og tröll. Suma daga minni ég helst á latan leirþurs. Þá er ég úfin og ómöguleg og þramma ummeð (ímyndað) þrumuský yfir höfðinu. Aðra daga vakna ég hress og kát og kemmiklu í verk með bros á vör. Sama manneskjan getur verið eins og þurs á þriðjudegi en sem guð/gyðja næsta morgun! Það sem skiptir mestu máli er að dæma sig og aðra aldrei út frá einum vondum degi. Ég má vera alls konar og þú líka! Kveðja, Bergrún Íris

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=