Varúð - Hér býr jötunn

14 GÖNGUSTÍGURINN Við hægjum ferðina. Ef Hvæsi liggur hér í felum er best að fara varlega. Það er hvort sem er engin leið að hlaupa eftir þröngum göngustígnum. Hér var kannski einu sinni pláss fyrir gangandi fólk en með tímanum hefur náttúran tekið yfir. Risavaxin ösp varpar á okkur dökkum skugga. „Hvert fór sólin?“ spyr Þór og læsir handleggjum utan um hálsinn á mér. „Bak við stóra tréð,“ svara ég og bendi upp. Fyrir ofan okkur hanga sverar trjágreinar. Þær svigna og mynda þak yfir göngustíginn. Grófar rætur hafa brotið sér leið í gegnum grátt malbikið. Þess vegna hefur göngustígurinn bólgnað upp. Sprungan í honummiðjumminnir mig á sand- kökuna sem afi bakar alltaf á sunnudögum. Við læðumst innar eftir stígnum. Marta stoppar og beygir sig niður við útkrotaðan rafmagnskassa. Þór iðar á bakinu á mér og það er erfitt að halda honum kyrrum. „Sérðu Hvæsa?“ hvísla ég lágt að Mörtu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=