Varúð - Hér býr jötunn

11 Hann skrúfar frá vatninu af fullum krafti og skvettir framan í mig. Áður en ég veit af hefur Þór rennbleytt mig allan. Gólfið, veggirnir og spegill- inn eru á floti. „Ókei, út núna,“ segir Marta pirruð. Ég ætla að teygja mig eftir handklæðinu til að þerra á mér andlitið en augnaráð Mörtu stoppar mig af. Hún fylgir okkur fram í anddyri. Fyrst hjálpa ég Þór að reima og renna upp úlpunni. Svo klæði ég mig í strigaskóna. Þegar ég stend aftur upp mæti ég enn einu sinni kaldri störu Mörtu. „Bróðir þinn er brjálaður,“ segir hún út um samanbitnar tennurnar. „Nei, nei, hann er bara svolítið … hress,“ svara ég og reyni að brosa. „Hann er nú bara þriggja ára.“ Það þýðir lítið að þræta við Mörtu en ég geri það samt. „Þú þarft bara að hafa stjórn á honum,“ segir Marta. „En … þriggja ára börn eru bara óvitar,“ svara ég.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=