Varúð - Hér býr jötunn

9 Svipur Mörtu segir mér að hún sé ekki mjög ánægð með heimsóknina. Ég beygi mig eftir skóm Þórs og raða þeim upp við vegginn. Húfuna legg ég á litla kommóðu í anddyrinu. „Æ … Þór er dálítið fjörugur. Þú verður að afsaka lætin í honum. Pabbi þurfti að vinna svo ég bauðst til að passa.“ „Bauðstu bara til þess? Færðu ekki einu sinni borgað?“ spyr Marta en bíður ekki eftir svari. Við fylgjum slóð af mylsnu inn eftir ganginum. Í herbergi Mörtu hefur Þór komið sér fyrir undir sæng. Hvæsi liggur þétt upp við hann og malar. Geðstirður kötturinn er ekki vanur að vera svona kelinn. Honum líst greinilega vel á hálfétinn snúðinn sem liggur á sænginni. Á ljósu rúmteppi Mörtu eru nú dökkbrúnir súkkulaðiblettir. Hún dæsir og kippir í öxlina á mér. „Marius! Krakkinn getur ekki verið hérna. Ekki ef hann ætlar að skíta allt út! Við verðum að fara með hann út á róló eða eitthvað.“ „Já, það er kannski best,“ samsinni ég.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=