Um víða veröld - Heimsálfur klb.

9 Menntamálastofnun • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar Inngangur • Bréfaskriftir: Þetta verkefni hentar vel að vinna samhliða hitamálum sem nemendur þurfa að mynda sér skoðun um. Eftir að hafa verið búin að kynna sér ákveðið málefni geta nemendur skrifað bréf til yfirvalda og lagt fram tillögur að breytingum t.d. varðandi mengun, landeyðingu, ofbeit, ofveiði og annað sem varðar umhverfismál. • Skrifa frétt: Frétt skrifuð um ákveðna atburði bæði innlenda og erlenda. Mætti nefna frétt t.d. af veiðiþjófnaði, útrýmingu dýra, stríð eða annað efni sem kveikir áhuga. Mætti t.d. byrja á hugstormi þar sem nemendur eru beðnir um að finna hvað gæti hugsanlega verið fréttnæmt í tengslum við þennan kafla. Hér væri einnig hægt að skipta þeim í hópa þannig að ólík sjónarmið komi fram, t.d. frétt með hvalveiðum og frétt á móti hvalveiðum og bera saman röksemdafærsl- una óháð þeirra persónlegu skoðunum. • Viðfangsefni í fréttum: Hvað er nýjast í fréttum frá t.d. heimsálfum? Nemendur kynna sér efni frétta og kynna hver fyrir öðrum. Hægt væri að safna saman á vegg fyrirsögnum úr fréttablöðum og flokka eftir heimsálfunum. Jafnvel hægt að vera með heimskort þar sem fyrirsagnir frétta eru dregnar inn á kortið og þá er hægt að sjá hvaðan flestar fréttirnar koma. Nemendur eru hvattir til að afla sér upplýsinga á netinu um það sem er að gerast í heimsálfunni þessa stundina, t.d. náttúruhamfarir, stríðsátök, kosningar eða annað. Nemendur geta síðan kynnt fyrir hópnum þá frétt sem þeir völdu. Hér er slóð sem hægt er að leita frétta. World newspapers • Kortavinna: Einföld kortavinna með kortum sem fylgja með aftast í kennsluleiðbeiningum. Hugmyndir að kortaverkefnum eru í kennslubókinni sjálfri. Aðrar hugmyndir að kortavinnu eru: Búa til heimskort og klippa út persónur og líma á kortið sem sýnir fjölda íbúa í hverri heimsálfu. Finna og merkja á kortið t.d. hæsta fjall í hverri heimsálfu, stærsta vatn, lengstu á, hæsta foss o.s.frv. Kennari ljósritar stórt kort af heimsálfunni og klippir út löndin (eða lætur nemendur gera það), hver nemandi fær eitt land eða landsvæði og þeir eiga svo að raða löndunum saman og setja saman heimsálfukort þeirrar heimsálfu sem unnið er með. Nemendur koma með kort að heiman frá útlöndum og skoða saman. Heimskortagerð – sjá leiðbeiningar aftar í kennsluleiðbeiningum. • Hugtakakort: Kenna þeim að nota það í allri vinnu. Hugtakakort geta verið t.d. um hungur, fátækt, mannréttindi, trúarbrögð, tungumál, þrælaverslun, samgöngur, landslag og náttúrufar mismunandi landa, auðlindanýtingu o.fl. Upplagt er að láta nem- endur gera eitt hugtakakort áður en þeir lesa bókina og svo annað eftir að þeir hafa lesið hana. Bera svo saman hugtakakortin til að sjá hvað þeir hafi lært. Gott er að googla orðið hugtakakort til að fá hug- myndir að því hvernig hugtakakortagerð fer fram. • Heilsíðumynd af hugtakakortinu er á bls. 38 í kennsluleiðbeiningunum. Einnig er hægt að ljósrita autt hugtakakort á bls. 39 sem nemendur geta fyllt inn í sjálf í öðrum verkefnum og bætt þá jafnvel við hringjum eftir því sem pláss leyfir. Einfaldast er samt að kenna nemendum að gera sitt eigið hugtakakort frá grunni þar sem þau teikna sjálf sína hringi og skrifa inn í þá skýringar. Viktoríuvatn Vötn Fjöll Kenýafjall Kilimanjaro Sigdalurinn Eldvirkni Atvinnuhættir Sjálfsþurftar- búskapur Kvikfjárrækt Hráefnavinnsla Landbúnaðarafurðir til útflutnings Hirðingja- búskapur Saga Hæg efnahags- uppbygging Aðskilnaðarstefna Suður-Afríka Þrælaverslun Nýlendustefna Evrópuþjóðir Kaffi Olía Te Gull Demantar Tanganikavatn Landslag Náttúrufar Náttúru- auðlindir Gróðurfar Eyðimörk Regnskógar Savanni Kalahari Kakó Sahara Jarðhnetur Loftslag Eyðimerkur- loftslag Hitabeltis- loftslag Fljót Níl Kongófljót Jarðhiti Afríka

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=