Um víða veröld - Heimsálfur klb.
6 Menntamálastofnun • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar Inngangur Í aðalnámskrá grunnskóla – almenna hlutanum eru sett fram viðmið um mat á lykilhæfni í grunnskóla. • Hæfni nemenda til að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir munnlega, skriflega og á annan hátt. • Hæfni til að miðla þekkingu og leikni sinni og flytja mál sitt skýrt og áheyrilega og taka þátt í samræðum og rökræðum. • Skapandi hugsun og frumkvæði í efnistökum og úrvinnslu. Hæfni nemenda til að nota þekkingu og leikni, draga ályktanir, áræðni til að leita nýrra lausna og beita gagnrýninni hugsun og röksemdafærslu. • Hæfni nemenda til að vinna sjálfstætt, í samstarfi við aðra og undir leiðsögn. • Hæfni nemenda til að nýta margvíslega miðla í þekkingarleit, úrvinnslu og miðlun og nýta upplýsingar á ábyrgan, skapandi og gagnrýninn hátt. • Hæfni nemenda til að bera ábyrgð á eigin námi og leggja mat á eigin vinnubrögð og frammistöðu. Greinanámskrá í samfélagsgreinum Í aðalnámskrá grunnskóla – samfélagsgreinum eru meðal annars sett fram þessi viðmið sem snúa að landafræði um mat á lykilhæfni í grunnskóla. Nemendur eiga að geta: • Ígrundað víxlverkun samfélags, stjórnmála, náttúru, trúar og lífsviðhorfa í tímans rás og í samhengi nærsamfélags og hnattvæðingar. • Sýnt fram á skilning á eðli sjálfbærrar þróunar og þýðingu hennar fyrir umhverfi, samfélag og efnahagslíf. • Aflað sér, hagnýtt, ígrundað og metið upplýsingar um menningar- og samfélagsmálefni sem birtast í munnlegum flutningi, samræðum, texta og myndrænum búningi. • Fjallað á upplýstan hátt um einkenni og stöðu Íslands í heiminum í ljósi legu og sögu landsins og breytilegrar menningar, trúar, lífsviðhorfa og stjórnarfars. • Fjallað um náttúruferla sem mynda og móta land og hafa áhrif á loftslag og gróður. • Útskýrt megineinkenni gróðurfars, loftslags, vinda og hafstrauma jarðar og hvernig þessir þættir móta ólík lífsskilyrði. • Greint mynstur mannlegra athafna sem móta og breyta umhverfi og búsetuskilyrðum. • Gert sér grein fyrir nýtingu auðlinda og umhverfis og gildi verndunar hvors tveggja með hliðsjón af sjálfbærri þróun. • Greint og fjallað um upplýsingar á kortum og gröfum og annars konar myndum. • Rökrætt mikilvæg hugtök sem notuð eru um menningar- og samfélagsmálefni. Aðalnámskrá grunnskóla
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=