Um víða veröld - Heimsálfur klb.

55 Menntamálastofnun • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar Ítarefni Ítarefni Ítargrein: Frumbyggjasamfélög Mið-Ameríku Frjósamur jarðvegur og nýjar ræktunaraðferðir sköpuðu grundvöll fyrir þróun samfélaga í Mið-Ameríku. Mörg samfélög risu og hnigu þar til Evrópubúar birtust um aldamótin 1500 og gerðu mikinn usla. Hér á eftir verður fjallað um fjórar merkar þjóðir er byggðu Mið-Ameríku, Olmeka, Maya, Tolteka og Azteka. Blómaskeið þessara þjóða reis þar sem nú er Mexíkó og Gvatemala. Olmekar Olmekar sem taldir eru forfeður siðmenningar í Mið-Ameríku birtust fyrst í suðurhluta Mexíkó um 1150 f.Kr. Þeir mynduðu stéttir og konungdæmi, versluðu við fjarlæg ríki og höfðu mikil áhrif á önnur samfélög. Þeir reistu mikilfengleg hof og komu sér upp talnakerfi og nákvæmu tímatali. Þeir mótuðu jafnframt glæsilegar leirstyttur, unnu úr eðalsteinum og hjuggu út glæsilegar höggmyndir. Veldi þeirra er talið líða undir lok um 400 f.Kr. Mayar Á 3. öld e.Kr. reis veldi Maya í Gvatemala og á Yucatanskaga í Mexíkó. Menning þeirra dafnaði best í skógum þessara landa þar sem Mayar reistu mörg borgríki. Þeir voru samansafn margra þjóða með tengda menningu, tungumál og trúarbrögð sem áttu í samkeppni hver við aðra. Fjölskyldan var hornsteinninn í samfélaginu þar sem daglegt líf einkenndist af vinnu karlanna á ökrunum á meðan konurnar unnu heima við vefnað, matseld og uppeldi barna. Maísrækt var undirstaða efnahagslífsins. Stjórnendur borgríkjanna bjuggu í höllum ásamt hirðfólki sínu og þjónum og voru tilbeðnir af þegnum sínum eins og þeir væru guðir. Mayar eru taldir hafa verið langt á undan samtímamönnum sínum í gamla heiminum í nákvæmni og reglufestu. Þeir bjuggu yfir talnakerfi, tímatali og eru m.a. þekktir fyrir að hafa þróað eina ritmálið í Ameríku fyrir komu Kólumbusar, sem skýrir af hverju saga þeirra er eins þekkt og raun ber vitni. Á 9. öld hnignaði veldi Maya. Toltekar Toltekar byggðu hálendi Mexíkó um svipað leyti og Ísland byggðist. Þeir voru herskáir og lögðu undir sig lönd Maya og urðu fyrir miklum áhrifum frá menningu þeirra, ekki síst byggingarlist og myndlist. Þrátt fyrir að vera frekar þiggjendur en gefendur í menningarlegu tilliti hefur myndlist þeirra þótt merki- leg og byggingar þeirra þótt standast samanburð við það besta sem gert var í Mið-Ameríku á öldunum fyrir innrásir Spánverja. Veldi Tolteka er talið hafa staðið stutt yfir, jafnvel einungis tvær aldir og liðið undir lok er Aztekar komu á svæðið. Aztekar Á þeim tíma þegar Evrópubúar sigldu sínar fyrstu ferðir til Ameríku réðu Aztekar yfir megninu af miðhluta Mexíkós og fyrrum svæðum Maya í austri. Sjálfir kölluðu Aztekar sig„mexíka“ og dregur Mexíkó nafn sitt af þeim. Samfélag Azteka, sem höfðu ríkt á þessu svæði frá um 1200, var stéttskipt og skiptist í fjórar stéttir, yfirsétt, alþýðustétt, ánauðuga bændur og þræla. Þeir sem voru af yfir- eða alþýðu- stétt tilheyrðu ákveðnum ættflokkum sem hver um sig hafði landsvæði til yfirráða, sem skipt var niður á fjölskyldur. Ánauðugir bændur og þrælar sáu um verkin fyrir yfirstéttina. Aztekar voru þekktir fyrir mannfórnir, grimmd og hernaðarlega yfirburði yfir nágrannaþjóðum sínum. Þeir byggðu hins vegar veldi sitt á mikilli framleiðni í jarðyrkju. Þeir voru líka frægir fyrir byggingarlist og höggmyndir. Aztekar tilbáðu sólina og byggðu á þekkingu forvera sinna um gang stjarnanna. Trúarbrögð þeirra einkennd- ust af mannfórnum guðum sínum til friðþægingar og voru þær taldar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að slokknaði á sólinni. Mannfórnirnar voru óhugnanlega umfangsmiklar og er talið að allt að 150 þúsund manns hafi verið fórnað ár hvert.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=