Um víða veröld - Heimsálfur klb.

5 Menntamálastofnun • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar Inngangur Kennsla, nám og námsmat mynda eina heild. Námsmatið er hluti af náms- og kennsluferlinu og skipulagt sem mest í samræmi við námskrá, hæfniviðmið og viðfangsefni. Mikilvægt er að námsmatið sé fjölbreytt og gefi heildstæða mynd af hæfni nemandans. Það þarf að vera sanngjarnt og gefa nem- andanum tækifæri til að sýna þekkingu, leikni og hæfni. Um námsmat í samfélagsgreinum gildir flest það sem segir í almennum hluta námskrár. Á meðan á kennslu stendur er upplagt að huga að því með hvaða hætti úrlausnum nemenda er safnað saman, m.a. verkefnum, frammistöðu, athugunum, prófum og könnunum. Þannig er upplýsingum um frammistöðu nemenda markvisst safnað saman. Sem dæmi um námsmat má nefna leiðsagnarmat, jafningjamat, sjálfsmat og verkmöppur. Til að halda utan um upplýsingar má styðjast við gátlista (e. checklists) og/eða matslista (e. rating forms). Slíka lista og hugmyndir að þeim má m.a. nálgast á netinu. Námsmatsbanki Ingvars. Með aðstoð upplýsinga- og námskerfisins Mentor er mjög auðvelt að halda utan um allt námsmat. Farið er í flipann Námsmat/Verkefnabók vinstra megin á síðunni og þar stofnað verkefni sem getur gilt sem hluti af námsmati. Námsmat

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=