Um víða veröld - Heimsálfur klb.
33 Menntamálastofnun • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar Heimshöf in Heimshöfin • Í kaflanum er fjallað um: Auðlindanýtingu í hafinu Eignar- og umráðarétt yfir hafinu Stjórnun fiskveiða Siglingar um heimshöfin Mögulegar siglingaleiðir um norðurheimskautið Sjórán Í kaflanum um heimshöfin er fyrst fjallað um hver eigi hafið og eru hugtökunum landhelgi, efnahags- lögsaga og fiskveiðilögsaga gerð skil. Fjallað er um auðlindir hafsins og stjórnun fiskveiða. Að lokum er fjallað um siglingar um heimshöfin, allt frá tímum Kristófers Kólumbusar til hugleiðinga í dag um mögulegar siglingaleiðir um norðurheimskautið. Auðlindanýting í hafinu bls. 156–159 Hér má benda nemendum á hversu vandasamt verk það er að hafa stjórn á auðlindanýtingu í hafinu. Hverju ríki er ætlað að stjórna nýtingunni innan sinnar efnahagslögsögu. Íslenska fiskveiðistjórnunar- kerfið þykir á heimsvísu mjög gott fiskveiðistjórnunarkerfi, sbr. rammagrein um Stjórnun fiskveiða bls. 159. Hér má leggja áherslu á kvótaumræðuna á Íslandi, hvernig kvótanum var og er skipt, og hvernig málin hafa þróast. Þessi umræða er tekin í verkefni 18 en ágætt er að taka þetta fyrir sérstaklega ef verkefninu er sleppt. Benda má á að skoða kortið á bls. 157 vel sem sýnir hvaða hafsvæðum löndin í Norður-Evrópu ráða yfir. Ýmsar áhugaverðar spurningar og umræður gætu sprottið fram. Siglingar um heimshöfin bls. 160–161 Mikið hefur verið ritað um siglingar um heimshöfin fyrr og síðar. Benda má nemendum á að leita sér frjálslestrarefnis á bókasafninu sem hægt er að vinna með íslenskunni. Benda má nemendum á að fylgjast vel með umræðum og umfjöllun í fjölmiðlum um mögulegar siglingaleiðir um norðurheimskautið. Margir nemendur kunna eflaust að undrast sjóræningja nú á tímum. Þeir eru engu að síður til og láta oft til sín taka. Nú er ein hættulegasta siglingaleið um heimshöfin undan ströndum Sómalíu. Benda má nemendum á að fylgjast með fréttum varðandi nútíma sjórán. Verkefni bls. 162 Um að gera að nota kortin í bókinni og Kortabók handa grunnskólum . • Lausnir við verkefnum er að finna á læstu svæði kennara. Ferðalagið á enda bls. 163 Hér er upplagt að taka saman helstu punkta úr bókinni með nemendum og jafnvel fylgja eftir með lokaverkefninu hér á eftir.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=