Um víða veröld - Heimsálfur klb.

32 Menntamálastofnun • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar Suðurskautslandið – Antarktíka • Í kaflanum er fjallað um: Landslag og náttúrufar Dýralíf Landakröfur ríkja Stuttur suðurskautskaflinn fjallar aðallega um harðneskjulegt landslag og öfgar í nátturufari. Einnig er fjallað um dýralíf og þá sérstaklega í hafinu allt í kringum Suðurskautslandið sem er einstaklega fjöl- breytt allt frá neðsta þrepi fæðukeðjunnar, þörungum til stærstu skepna á jörðinni, hvala. Í lok kaflans er sagt frá athafnasemi mannsins á Suðurskautslandinu og landakröfum ríkja. Landslag bls. 150–151 Eins og gefur að skilja er allt landslag á suðurskautinu mótað af jöklum. Benda má nemendum á að leita meiri upplýsinga um sérstök svæði á og við suðurskautið, t.d. Lambert-skriðjökulinn, Weddelhaf, Rosshaf og íshellurnar sem liggja yfir höfunum, Ronne- og Rossíshelluna. Náttúrufar bls. 152 Hér er aðal áherslan á veðuröfgarnar á Suðurskautslandinu, storm, þurrk og kulda. Benda má nemendum á fábreytt dýralíf á landinu sjálfu en fjölbreytt dýralíf í hafinu umhverfis. Efri mynd á bls. 152: Eins og gefur að skilja vísa allir vegvísarnir í norður. Landakröfur ríkja bls. 154 Benda á að skoða kortið vel á bls. 150. Lituðu strikin ná yfir landsvæði sem ríki gera kröfur um. Kröfurnar fylgja lengdarbaugum. Á landsvæðinu sem gráa línan nær yfir gerir ekkert ríki tilkall. Nemendur geta fundið þær rannsóknarstöðvar sem staðsettar eru á Suðurskautslandinu og skráð hjá sér helstu upplýsingar varðandi þær. Verkefni bls. 155 Um að gera að nota kortin í bókinni og Kortabók handa grunnskólum . Í verkefni 6 er gott að hafa heimskort með breiddargráðum fyrir framan sig. Í verkefni 22 er tilvalið að mæla vegarlengd í GoogleEarth. Í verkefni 24 má nefna pólfarana, Ingþór Bjarnason, Ólaf Örn Haraldsson, Harald Örn Ólafsson og Vilborgu Örnu Gissurardóttur. • Lausnir við verkefnum er að finna á læstu svæði kennara. Suðurskautslandið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=