Um víða veröld - Heimsálfur klb.

30 Menntamálastofnun • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar Eyjaálfa Eyjaálfa • Í kaflanum er fjallað um: Landslag og náttúrufar Ólíkar þjóðir Ástralíu Frumbyggja Ástralíu Kyrrahafseyjar Eyjaálfukafli hefst á umfjöllun um landslag og náttúrufar álfunnar þar sem Kóralrifið mikla fær sérstaka umfjöllun. Fjallað er um ólíkar þjóðir og einstakt dýralíf. Ástralíu eru gerð sæmileg skil auk þess sem ítargrein er um frumbyggja álfunnar. Farið er í skiptingu Kyrrahafseyja eftir menningarlegum skyldleika í Míkrónesíu, Melanesíu og Pólýnesíu. Að lokum er fjallað um þá umhverfisvá er steðjar að mörgum eyjum Kyrrahafsins, hækkun á yfirborði sjávar. Kort bls. 134 Ólíkt kortunum í álfuköflunum á undan fylgja tölfræðiupplýsingar upphafskorti Eyjaálfukafla. Á kortinu er að finna lönd og höfuðborgir. Það má vinna á ýmsan veg með tölfræðiupplýsingarnar í töflunni fyrir neðan. Skrá t.d. 10 fjölmennustu löndin, 10 fámennustu löndin, 10 þéttbýlustu löndin o.s.frv. Landslag bls. 135–136 Hér er aðal áherslan lögð á eyjaklasa og eyjar í álfunni (Eyjaálfu), Kóralrifið mikla, sbr. rammagrein um Kóralrifið mikla bls. 136, og eyðimerkurnar í Ástralíu. Upplagt er að gera hugtakakort. Náttúrufar bls. 136–137 Má benda nemendum sérstaklega á hvaðan nafngiftin Miðjarðarhafsloftslag er komin. Einnig má skoða saman kortið á bls. 137 og velta fyrir sér og bera saman loftslag og gróðurfar. Ástralía bls. 138–139 Hér er hægt að bera saman tímatal Ástralíu og Íslands (dagur/nótt, vetur/sumar). Tímamunurinn er +8 klst. í V-Ástralíu og +10 klst. í A-Ástralíu. Skoða má kaflann um Tímabelti bls. 49 í Um víða veröld – Jörðin . Benda má nemendum á einstakt dýralíf álfunnar og mætti samþætta efnið við íslenskukennsluna í skólanum með því að láta nemendur velja sér dýr til að skrifa ritgerð um. Einnig má benda nemendum á hver þjóðhöfðingi Ástrala er: Breska krúnan og ræða í framhaldi ramma- greinina um Breska samveldið hér á eftir. Þessa grein er einungis að finna í kennsluleiðbeiningum. Það mætti láta nemendur finna þau lönd sem eru í Breska samveldinu í kortabók og lita þau á heimskort.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=