Um víða veröld - Heimsálfur klb.

28 Menntamálastofnun • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar Suður-Ameríka Suður-Ameríka • Í kaflanum er fjallað um: Landslag og náttúrufar Amason, regnskóg og fljót Atvinnuhætti Náttúruauðlindir Einkenni álfunnar Brasilíu Forna menningu í Perú og Bólivíu Argentínu Suður-Ameríkukaflinn hefst á umfjöllun um landslag og náttúrufar líkt og aðrir kaflar. Þar er m.a. fjallað um Andesfjöll, Atacamaeyðimörkina og Amasonfljótið. Sérstakur ítarkafli er um Amason-svæðið. Fjallað er um atvinnuhætti og helstu náttúruauðlindir, einkenni álfunnar og helstu orsakir og afleiðingar af eyðingu skóga. Brasilía og Argentína fá sérstaka umfjöllun og er í þeim köflum að finna tengdar rammagreinar eins og um baðströndina Copacabana, stækkandi fátækrahverfi í stórborgum, kjötkveðju- hátíðina og tangó. Í lok Suður-Ameríkukaflans er ítargrein um forna menningu í Perú og Bólivíu. Í kennsluleiðbeiningum er einnig að finna sérstaka umfjöllun um Síle ásamt verkefnum. Landslag bls. 111–113 Hér er aðal áherslan lögð á hinar þrjár megin jarðmyndanir álfunnar. • Fornir bergskildir; Brasilíuskjöldur, Gvæjanaskjöldur og Patagóníuskjöldur • Fellingafjallgarðurinn Andesfjöll • Setlægðir á milli fyrrnefndra bergmyndana Auk þess eru aðrar landslags- og jarðmyndanir tilgreindar í lesbók eins og eyjar og eyðimerkur. Upplagt að gera hugtakakort. Náttúrufar bls. 113 Það má skoða með nemendum loftslagskortið og skýringarnar með því. Það sem veldur m.a. þessu loftslagi er hár fjallgarður, kaldur hafstraumur (Perústraumur) og staðsetning í breiddargráðum, sbr. Amason-regnskógurinn í hitabeltinu. Hér má gera hugtakakort til að safna saman ólíkum þáttum er snerta náttúrufarið í álfunni. Amason bls. 114–115 Leggja áherslu á við nemendur að í Amason-lægðinni er stærsta regnskógasvæði heims – u.þ.b. 80 sinnum stærra en Ísland og jafnframt eitt lengsta og vatnsmesta fljót jarðar, Amasonfljótið. Mikilvægt að ræða við nemendur orsök og afleiðingar skógareyðingar í Amason, út frá t.d. íbúum svæðisins, umhverfismálum o.fl . Upplagt er að lesa rammagreinarnar um Eyðingu skóga bls. 119 og Líffræðilegan fjölbreytileika bls. 120 með ítargreininni um Amason.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=