Um víða veröld - Heimsálfur klb.

25 Menntamálastofnun • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar Norður-Ameríka • Í kaflanum er fjallað um: Landslag og náttúrufar Einkenni álfunnar Náttúruauðlindir Atvinnuhætti Frumbyggja Norður-Ameríku Bandaríkin Frelsisstríðið 1775–1783 og Þrælastríðið 1861–1865 Mið-Ameríku Karíbahafið og eyjar þess Kúbu Í upphafi kaflans eru tekin fyrir þau fjögur landslagssvæði sem Norður-Ameríku er skipt í, Vesturfjall- garðana, Kanadaskjöldinn, Slétturnar miklu og Miðhálendið. Einnig er fjallað um lengsta fljót álfunnar, Mississippi og Vötnin miklu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Heimsálfan nær yfir öll loftslags- belti jarðar og eru því gerð skil. Fjallað er um helstu náttúruauðlindir og atvinnuhætti. Sérstök ítargrein er um frumbyggja Norður-Ameríku og fólksflutninga Evrópuþjóða vestur um haf síðustu aldir. Banda- ríkjunum eru gerð sæmileg skil, m.a. með rammagreinum um ríkin 50, frelsisstríðinu og þrælastríðinu. Mið-Ameríka, Karíbahaf og Karíbahafseyjar fá sína umfjöllun. Í kennsluleiðbeiningum er einnig að finna sérstaka umfjöllun um Frumbyggjasamfélög Mið-Ameríku, Kanada og Mexíkó ásamt verkefnum. Landslag bls. 83–84 Í grófum dráttum er hér fjallað um landslagssvæðin fjögur; Vesturfjallgarðana, Kanadaskjöldinn, Slétturnar miklu og Miðhálendið og Appalachiafjöll. Benda má nemendum á að finna einkenni hvers landslagssvæðis fyrir sig. Upplagt að gera hugtakakort. Náttúrufar bls. 85 Má leggja áherslu á að N-Ameríka liggur í öllum loftslagsbeltum sem undirstrikar fjölbreytileikann í náttúrufarinu. Hér má líka rifja upp rammagreinina um Skýstrokka bls. 68 í Um víða veröld – Jörðin . Atvinnuhættir bls. 88–89 Enn og aftur er gott að rifja upp atvinnustigin fjögur með nemendum; landbúnað, sjávarútveg, iðnað og þjónustu. Í Kanada og Bandaríkjunum eru atvinnuhættir tæknivæddir og þróaðir á öllum stigum. Í Mið-Ameríku vantar talsvert upp á. Upplagt er að bera saman atvinnuhætti í N-Ameríku við atvinnuhætti í kaflanum á undan, Afríku. Má setja samanburðinn upp á töflu með nemendum og ræða og láta þá glósa. Norður-Ameríka

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=