Um víða veröld - Heimsálfur klb.

23 Menntamálastofnun • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar Afríka Nýlendustefnan bls. 67 Hér er ekki úr vegi að nemendur kanni hver opinber tungumál í löndum Afríku eru og beri síðan niður- stöður sínar saman við Afríkukortið frá nýlendutímanum. Í kjölfarið er hægt að ræða með nemendum niðurstöður þeirra og vangaveltur. Einnig má ræða hvernig saga Afríku og tungumál eru samofin sögu Evrópu síðustu aldir, sjá t.d. rammagrein um þrælaverslunina bls. 68. Um að gera að hvetja nemendur til kynna sér sögu Afríku og ólíkra svæða með lestri bóka af bókasafninu. Verkefni bls. 68–69 Nota kortin í bókinni og Kortabók handa grunnskólum . Í verkefni 14 væri einnig hægt að ræða um barnaþrælkun, nauðungarvinnu, skuldaánauð og kynlífs- þrælkun. Ágætt er að koma því að hvar þrælahald nútímans þrífst, í fátækum og fjölmennum löndum þar sem eftirlit er lítið. Einnig er gott að ræða ábyrgð stórfyrirtækja og neytenda á Vesturlöndum, hvaða áhrif krafa okkar um ódýra neysluvöru getur haft á kjör þeirra sem framleiða vöruna. Til að leysa verkefni 29 er hægt að fá upplýsingar á eftirfarandi heimasíðum: • Utanríkisráðuneytið • Þróunarsamvinnustofnun • Rauði krossinn • Ýmsar ferðaskrifstofur • Lausnir við verkefnum er að finna á læstu svæði kennara. Níl bls. 70–71 Hér þurfa nemendur að átta sig á þeirri lífæð sem Níl hefur verið fyrir Egyptaland og þátt hennar í þeirri siðmenningu sem þróaðist þar fyrir þúsundum ára. Án fljótsins væri landið nánast ein samfelld eyðimörk. Á flæðisléttum og óshólmum búa nær allir íbúar Egyptalands. Í Kennsluleiðbeiningum er að finna sérstaka umfjöllun um Egyptaland ásamt verkefnum. Austur-Kongó bls. 72–73 Austur-Kongó hefur gengið undir mismunandi nöfnum. Áður en það hlaut núverandi nafn hét það Saír (1971–1997). Land og þjóð var hart leikin af nýlenduþjóð sinni Belgum sem stjórnuðu með grimmilegum hætti. Má benda nemendum á það. Hér má leggja áherslu á mikilvægi samgangna. Í landinu er talsvert um verðmætar náttúruauðlindir en innviðir landsins eins og samgöngur eru mjög lélegar sem hamlar almennri þróun. Landið er erfitt yfirferðar vegna regnskóga og annarra náttúrulegra hindrana sem kemur fram í lesbók. Suður-Afríka bls. 75–77 Hér má leggja áherslu á og ræða aðskilnaðarstefnuna og Nelson Mandela. Einnig má benda nemendum á þróunaraðstoð Íslendinga í Afríku og víðar, sjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Rammagreinin um HIV og áhrif sjúkdómsins á mannfjölda og fjölskyldur er upplögð með umfjöllun um Mannfjölda á bls. 12–15.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=