Um víða veröld - Heimsálfur klb.

22 Menntamálastofnun • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar Afríka • Í kaflanum er fjallað um: Landslag og náttúrufar Sahara og Sahel Atvinnuhætti Náttúruauðlindir Nýlendustefnuna Níl og fornminjar Austur-Kongó Suður-Afríku Afríkukaflinn hefst á umfjöllun um fjölbreytt landslag í Afríku. Þar er fjallað um Sigdalinn mikla í Austur- Afríku, stærstu fljótin, vötnin, fjöllin og eyðimerkurnar. Fjallað er um loftslag og gróðurfar álfunnar, með sérstaka áherslu á Sahara og Sahel. Fjallað er um helstu náttúruauðlindir og atvinnuhætti. Í kaflanum er að finna nokkrar rammagreinar m.a. um þjóðgarða og verndun dýra, nýlendustefnu Evrópuríkja í Afríku, þrælaverslunina og HIV og áhrif sjúkdómsins á mannfjölda og fjölskyldur. Sérstakur ítarkafli er um Níl og umhverfi hennar og í lok kaflans er fjallað sérstaklega um Austur-Kongó og Suður-Afríku. Í kennsluleiðbeiningum er einnig að finna sérstaka umfjöllun um Egyptaland og Senegal ásamt verkefnum. Landslag bls. 61 Hér er gott að leggja áherslu á að nemendur þekki Sigdalinn mikla, Sahara, Níl og Viktoríuvatn. Gott getur verið að láta þá skrifa nokkur örnefni; höf, vötn, fljót, fjöll, eyðimerkur, eyjar o.fl. á útlínukort af Afríku sem má finna í kennsluleiðbeiningum. Upplagt að gera hugtakakort. Náttúrufar bls. 62–63 Nemendur átti sig á að svipuðu loftslagi beggja vegna miðbaugs og þ.a.l. svipuðu gróðurfari. Um að gera að rifja upp í því samhengi kaflann um Vindakerfi jarðar í Um víða veröld –Jörðin . Áhersla lögð á stærstu eyðimörk í heimi, Sahara og Sahel-svæðið sem liggur fyrir sunnan Sahara. Á þurrkatímum verður Sahel eins konar viðbót við eyðimörkina. Á regntíma þrífst þar gróður sem íbúar svæðisins nýta. Sahel kemst oft í fréttirnar vegna síendurtekinna hörmunga sem stafa m.a. af miklum fólksfjölda á svæðinu. Atvinnuhættir bls. 64 Gott er að rifja upp atvinnustigin fjögur; landbúnað, sjávarútveg, iðnað og þjónustu. Í Afríku er landbúnaður langalgengasta atvinnugreinin. Þó að landbúnaður sé mjög víða frumstæður, þá sérstaklega um miðbik álfunnar er sums staðar að finna stórar vélvæddar bújarðir. Iðnvæðing í álfunni er takmörkuð og byggir iðnaðurinn aðallega á hráefnavinnslu. Þá er hráefni unnið úr jörðu og flutt út til annarra landa til frekari vinnslu og verðmætasköpunar. Þessu þyrftu Afríkuþjóðir að snúa við svo verðmætasköpun og hagvöxtur verði meiri í álfunni, Afríkubúum til aukinnar hagsældar. Afríka

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=