Um víða veröld - Heimsálfur klb.

19 Asía Menntamálastofnun • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar Asía • Í kaflanum er fjallað um: Landslag og náttúrufar Ólík svæði Asíu Ólíkan efnahag og ódýrt vinnuafl Náttúruauðlindir Atvinnuhætti Indlandsskaga Kína og Þriggja gljúfra stífluna Asíukaflinn hefst á umfjöllun um landslag þar sem áhersla er lögð á Himalaja-fjallgarðinn, Tíbet-háslétt- una, hin landluktu vötn og höf og eyðimerkurnar sem liggja um miðbik álfunnar. Í náttúrufarskaflanum er farið í loftslag og gróðurfar og sérstaklega minnst á monsúnvindana. Í lesbókinni er Asíu skipt í 6 svæði sem hvert um sig er ólíkt hinum. Minnst er á hinar miklu andstæður sem er að finna í álfunni, ólíkan efnahag og ódýrt vinnuafl. Fjallað er um helstu náttúruauðlindir og atvinnuhætti í Asíu. Sérstök umfjöllun er um Indlandsskaga og Kína og í lok kaflans er ítargrein um Þriggja gljúfra stífluna. Í kennsluleiðbeiningum er einnig að finna sérstaka umfjöllun um Sádi-Arabíu, Taíland, Indónesíu og Japan ásamt verkefnum. Landslag bls. 39–40 Hér eiga nemendur að fá tilfinningu fyrir fjölbreyttu landslagi í Asíu; hinum mörgu fjallgörðum, Tíbet-hásléttunni sem kölluð er þak heimsins, eyðimörkum, landluktum vötnum og höfum, eyjaklösum og stórfljótum sem skipt hafa sköpum í búsetu á svæðinu með frjósömum flóðasléttunum. Náttúrufar bls. 41 Áhersla lögð á fjölbreytt loftslag og gróðurfar álfunnar, monsúnvindana og monsúnregnið. Í bókinni Um víða veröld – Jörðin er farið nokkuð ítarlega í monsúnvinda. Monsúnvindar Mishitun hins mikla landflæmis Asíu og haf svæðanna þar fyrir sunnan er orsök monsúnvindanna (misserisvindanna). Í sumarsólinni hitnar landið, loftið stígur upp og lágþrýstisvæði myndast. Þegar loftið stígur upp streymir þangað loft frá háþrýstisvæðum á hlýjum og rökum hafsvæðunum í suðri. Þegar rakt loftið stígur og lyftist yfir há fjöll sem á vegi þess verða þéttist rakinn og fellur í úrhellisrigningum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=