Um víða veröld - Heimsálfur klb.
Menntamálastofnun • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar 17 Evrópa Evrópa • Í kaflanum er fjallað um: Landslag og náttúrufar Loftslagsbelti Ísöld og Alpafellingu Náttúruauðlindir Atvinnuhætti Samstarf Evrópuríkja Iðnbyltingu og tæknivæðingu Evrópukaflinn hefst á umfjöllun um landslagið í Evrópu og hvernig það mótaðist m.a. af ísaldarjöklinum sem náði yfir norðanverða álfuna á ísöld. Ísöld lauk fyrir um 10.000 árum síðan. Einnig er gerð grein fyrir myndun fjalllendisins í suðurhluta álfunnar, þ.e. Alpafellingunni sem er til orðin við viðvarandi árekstur Afríkuflekans og Evrasíuflekans. Í kaflanum er farið yfir helstu náttúrufarsþætti álfunnar sem og helstu náttúruauðlindir sem þar er að finna. Í kaflanum er stuttlega fjallað um einkenni álfunnar, þróun mann- lífs allt frá iðnbyltingu upp úr miðri 18. öld og samstarf Evrópuríkja í dag. Einnig er örstutt umfjöllun um atvinnuhætti. Ástæðan fyrir stuttum Evrópukafla er sú að nemendur eiga að hafa lært um Evrópu í kennslubókinni Evrópa . Engu að síður er æskilegt að Evrópukafli fylgi þessari bók um heimsálfurnar svo nemendur fái tengingu og samanburð á milli hennar og hinna heimsálfanna. Landslag bls. 29 Ísöld mótaði landslag í norðurhluta Evrópu öðru fremur, t.d. djúpa firði og vötn. Alpafellingin mótaði og mótar hins vegar landslagið í suðurhluta Evrópu, þar sem er að finna háa fjallgarða allt frá Atlantshafi til Svartahafs og lengra í austur inn í Asíu. Um miðbik álfunnar frá Atlantshafi til Úralfjalla er láglent. Ágætt kortaverkefni að láta nemendur teikna gróflega landslagið, þ.e. hálendi og láglendi. Kortablöð til að vinna með eru aftast í kennsluleiðbeiningum. Náttúrufar bls. 30 Hér er ætlunin að nemendur fái góða tilfinningu fyrir loftslagsbeltunum í Evrópu. Þá er gott að rifja upp hvar loftslagsbelti jarðar liggja, kuldabeltið, tempraða beltið, heittempraða beltið og hitabeltið . Skoðið kortið á bls. 30 vel með nemendum. Nemendur þurfa að geta útskýrt muninn á úthafsloftslagi og meginlandsloftslagi og hvað veldur þessu ólíka loftslagi. • Úthafsloftslag – mildir og rakir vetur, hlý sumur. • Meginlandsloftslag – mikill hitamunur milli árstíða, vetur kaldir, sumur hlý, úrkoma lítil. Atvinnuhættir bls. 32 Mikilvægt er að fara vel í skiptingu atvinnuhátta. Þessi hugtök eiga það til að vefjast fyrir nemendum og því gott að fara strax vel í flokkunina þar sem hún er skoðuð í hverri heimsálfu fyrir sig. Hér að neðan má sjá þá flokkun sem lesbókin byggir á. Flokkunin er ekki tæmandi. Gott getur verið að hugstorma með nemendum á töflu og láta þá skrifa niður eftirfarandi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=