Um víða veröld - Heimsálfur klb.

16 Maður og náttúra Menntamálastofnun • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar Upplagt er að láta nemendur vinna tölfræðiupplýsingar hér: Hagstofa - Mannfjöldatölur . Yfirlit og gera úr þeim mannfjöldapýramída. Einnig er áhugavert að skoða mannfjöldaþróun á Íslandi frá ca 1941–2066 sem sýnd er í mannfjöldapýramída. Gott er að sýna myndskeiðið á skjávarpa, svo hægt sé að stoppa og ræða stórar breytingar sem verða á mannfjöldapýramídanum. Stórar breytingar verða m.a. við aukið hreinlæti, hreint vatn, ný lyf, stríð og aðrar hörmungar o.s.fr. Verkefni bls. 17 Verkefnin skýra sig sjálf, en minnt er á að kennari stýri Umræðu-hlutanum og að Viðfangsefnis-hlutann er upplagt að vinna með í hópum. • Lausnir við verkefnum er að finna á læstu svæði kennara. Mannréttindi bls. 18–21 Við hæfi er að hefja þennan kafla um mannréttindi og Heimsmarkmið á umræðum um hvað okkur finnst rétt og rangt í samskiptum manna á milli og ræða það út frá hinum þremur kynslóðum mannréttinda. Efnið hentar vel til að vinna með í siðfræði. Hægt er að skipta Heimsmarkmiðunum á milli nemenda/hópa og láta börnin vinna frekar með þau. Nánari umfjöllun og ítarefni má nálgast á eftirfarandi vefsíðum Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna og Unicef – heimsmarkmið. Fjölmargar hugmyndir að verkefnum er að finna í verkefnapakkanum á bls. 24–25. Í umræðu og vinnu með mannréttindi og Heimsmarkmiðin er gott að hafa til hliðsjónar við lesefnið um vatn og mat á bls. 20–21. Samfélög bls. 22–24 Það sem mótar samfélög og þjóðir að miklu leyti eru saga og menning, tungumál og trúarbrögð. Hér má leggja áherslu á að þrátt fyrir ólíkan bakgrunn hafa allir jarðarbúar sömu vonir, væntingar og þrár. Verkefni bls. 24–25 Verkefnapakkinn er nokkuð ítarlegur og á að vera hægt að gera mörgu góð skil. Víða er bent á vefsíður sem gott er að hafa til hliðsjónar við úrlausn verkefna. • Lausnir við verkefnum er að finna á læstu svæði kennara.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=