Um víða veröld - Heimsálfur klb.

15 Maður og náttúra Menntamálastofnun • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar Að lesa úr aldurspýramída Aldurspýramídi eða mannfjöldapýramídi er stöplarit (súlurit) með stöplum sem eru láréttir. Aldurspýramídar eru gerðir til þess að sýna samsetningu mannfjölda meðal tiltekinnar þjóðar. Nánar tiltekið fjölda kvenna og karla í mismunandi aldurshópum. Tölurnar á milli stöplana standa fyrir aldur. Merkið‰ stendur fyrir prómill og þýðir „einn af þúsund.“ Tölurnar til vinstri og hægri við 0 / 00 – merkið segja til um hversu mörg prómill þjóðirnar eru í tilteknum aldurshóp. Stöplarnir segja til um hversu stór hluti ákveðinn aldurshópur er meðal þjóðarinnar. Til vinstri eru karlar og til hægri eru konur. Dæmi um hvernig á að lesa úr aldurspýramída: Út frá stöplunum má lesa að karlar í aldurshópnum 30–34 ára eru 40 0 / 00 . Það merkir að karlar í aldurshópnum 30–34 ára eru 40 af hverjum 1000 íbúum þjóðarinnar. Út frá aldurspýramídanum má lesa ýmsar upplýsingar um aldurssamsetningu ákveðinnar þjóðar, til dæmis í hvaða aldurshópum flestir íbúar hannar eru (er meira um ungt fólk en gamalt fólk) og hvort karlar eða konur lifa lengur. Með því að bera saman tvo aldurspýramída tveggja þjóða má t.d. fá samanburð á langlífi. 90– 85–89 80–84 75–79 70–74 65–69 60–64 55–59 50–54 45–49 40–44 35–39 30–34 25–29 20–24 15–19 10–14 5–9 0–4 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 0 / 00

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=