Um víða veröld - Heimsálfur klb.

14 Maður og náttúra Menntamálastofnun • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar Gróðurfar og landnýting bls. 9–10 Að kunna skil á gróðurfari og því hvernig landið er nýtt hjálpar nemendum enn frekar að skilja hina ólíku lifnaðarhætti jarðarbúa. Það gæti verið gott ráð að láta nemendur teikna skiptingu gróðurfars í heiminum til að auka skilninginn. Þá er ekki úr vegi að láta fleiri upplýsingar fylgja með eins og loftslagsbeltin. Verkefni bls. 11 Mælt er með að kennarar velji verkefni til að vinna ef tími er af skornum skammti. Af nógu er að taka og fjölbreyttu. Æskilegt er að kennari stýri umræðum í Umræðu-hlutanum til að byrja með og reyni að ná öllum nemendum í umræðuna. Í Viðfangsefnis-hlutanum er upplagt að skipta í hópa eða pör sem svo kynna niðurstöður fyrir bekknum. • Lausnir við verkefnum er að finna á læstu svæði kennara. Mannfjöldi bls. 12–16 Gott er að byrja á því að skoða saman stóra kortið og skýringarnar sem fylgja því á bls. 12. Fá nemendur til að átta sig á hinu mikla staðbundna þéttbýli. Ástæður þéttbýlis eru m.a. aðgangur að vatni, hentugt loftslag og frjósamur jarðvegur. Þess vegna er mjög þéttbýl svæði oft að finna á framburðarsléttum stórfljóta. Leggja má fyrir nemendur að finna mestu stórfljót jarðar og stærstu borgir við þær. Einnig má láta nemendur finna hvaða stórfljót er að finna á dekkstu svæðunum á kortinu á bls. 12. Það má vekja athygli á Brandt-línunni og ræða hvað veldur þessari skiptingu. Einnig er gott að ræða nánar og útskýra hugtökin, fæðingartíðni, dánartíðni, náttúrulega fólksfjölgun og náttúrulega fólksfækkun, brottflutning og aðflutning . Þetta er útskýrt í lesbók en þarfnast í einhverjum tilfellum umræðu sem ætti þá að leiða til nánari útskýringar. Rammagreinin á bls. 77 um HIV og áhrif sjúkdómsins á mannfjölda og fjölskyldur gæti hentað ágætlega með mannfjöldaumræðunni. Nauðsynlegt er að útskýra myndræna framsetningu mannfjöldapíramída. Í myndatexta á bls. 15 í lesbók er hann m.a. skýrður í grófum dráttum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=