Um víða veröld - Heimsálfur klb.
11 Menntamálastofnun • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar Inngangur Heimilisfræði Nemendur geta spreytt sig á að útbúa hina ýmsu þjóðarrétti. Það ætti að vera auðvelt að finna uppskriftir að hinum og þessum þjóðarréttum á netinu. Íslenska Nemendur lesi heimsbókmenntir og kynni fyrir bekknum. Einnig er upplagt að láta nemendur gera ritgerðir. Viðfangsefnin eru ærin. Allt frá kynningu á löndum til álitamála í samfélaginu. Náttúrufræði Náttúrufræði og landafræði eru nátengdar greinar. Öll jarðfræði flokkast t.d. undir báðar þessar greinar. Skoða má t.d. jarðfræðivefinn hjá Menntamálastofnun. Saga Saga og landafræði eru samofin og ætti ekki að vera erfitt að tvinna þessi tvö fög saman. Þegar pólitísk landafræði er skoðuð má t.d. gera tímaás og er hægt að styðjast við rammagreinarnar í bókinni sem eru langflestar af sagnfræðilegum toga. Upplagt er að hvetja nemendur til að kynna sér mannkynssöguna eða sögu ólíkra heimshluta með lestri bóka af bókasafni. Stærðfræði Mikið af tölfræðiupplýsingum liggur fyrir á netinu um ólík viðfangsefni landa sem upplagt er að vinna með, t.d. vegalengdir milli staða, íbúaþéttleika landa og upplýsingar er snúa að þúsaldarmarkmiðum. Tónmennt Það er m.a. hægt að hlusta á tónlist frá ólíkum heimshlutum og velta fyrir sér stefnum og straumum og sögu tónlistarinnar. Tónelskir nemendur geta samið framandi lög og flutt fyrir bekkinn. Landafræði tónlistarinnar er vefur hjá Menntamálastofnun um framandi tónlist og menningu ýmissa landa. Upplýsingamennt Á vef Menntamálastofnunar er að finna vef með GoogleEarth verkefnum sem kallast Heimsreisa. Hægt er að vinna allskonar kynningar um stór og lítil málefni í Powerpoint og útbúa bæklinga með t.d. Publisher. • Kynning á einu landi í heimsálfunni. • Kynning á heimsálfunni í heild eða einstökum hlutum hennar. • Útbúa ferðamannabækling. • Súlurit. Umræður um lönd sem nemendur hafa heimsótt eða langar til að heimsækja, búa til súlurit og skoða hvaða lönd eru vinsælust meðal nemenda.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=