Um víða veröld - Heimsálfur klb.

10 Menntamálastofnun • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar Inngangur • Rökræður: Kennari kemur með myndir, staðreyndir, fréttir eða annað frá tveimur ólíkum löndum og lætur nemendur skoða hvað er sameiginlegt með þessum tveimur löndum. Ræða saman og rökstyðja. • Keðjuspurningar/Domino: Kennari (eða nemendur) búa til spjöld og á hverju spjaldi er svar við spurningu á öðru spjaldi. Spjöldin eru sett á hvolf og hver nemandi dregur eitt spjald, spyr spurninga og sá nemandi sem er með rétt svar les svarið og þá spurningu sem er á spjaldinu hans og þannig koll af kolli. • App: Til er fjöldi smáforrita til að prófa þekkingu (quiz) og skemmtilegir leikir um lönd í heiminum. Hér eru nokkur dæmi, TapQuiz Maps, World Flags, Geomaster, World Atlas, Fotopedia Heritage, 1001 Wonder of the World, Easy Globe, Geogame, Globe o.fl. Um að gera að leita að fleiri smáforitum því stöðugt bætast ný við. • Myndbönd: Sem kveikju væri tilvalið að horfa saman á fræðslumyndir til að kynnast landi og þjóð. Til er nokkuð mikið af fræðslumyndum á vef Menntamálastofnunar. Með sumum þeirra fylgja kennsluleiðbeiningar. Einnig er hægt að finna stutta fræðsluþætti á Youtube sem tengjast efni bókarinnar. Þær fræðslumyndir sem Menntamálastofnun býður upp á eru: Ríki heimsins – Afríka sunnan Sahara Ríki heimsins – Amason, glötuð paradís Ríki heimsins – Brasilía, nýtt heimsveldi Ríki heimsins – Indland, risinn í austri Ríki heimsins – Kína, efnahagslegt heimsveldi Ríki heimsins – Suður-Asía, fólk og staðir Ríki heimsins – Suður-Ameríka, fólk og staðir Ríki heimsins – Japan á 21. öldinni Austur – Grænland, á ísnum Austur – Grænland, fólk á ferð Ein jörð – Eystrasaltslönd Ein jörð – Indland Ein jörð – Tyrkland Ein jörð – Taíland Samþætting við aðrar námsgreinar Verkefni um heimsálfurnar má tengja við margar námsgreinar. Hér má sjá nokkur dæmi. List- og verkgreinar Búa til stórt heimskort á MDF-plötu, teikna/mála heimsálfur og láta nemendur saga út lönd og setja á réttan stað á kortinu. Hægt að mála plötuna með segulmálningu (undir myndina af heimsálfunum) og setja segul aftan á löndin. Þá er hægt að færa löndin og nota kortið aftur og aftur. Hægt er að kynna sér listasögu ólíkra svæða í heiminum og vinna verkefni tengd þeim.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=